26.05.2017 17:18

Litlu munaði að illa færi þegar komið var aftur með rússneska togarann til Njarðvíkur í dag

Eins og ég sagði frá í dag var komið aftur með rússneska togarann Orlik til Njarðvíkur í dag.  Varð mikið sjónarspil, þar sem litlu munaði að alvarlegt óhapp yrði, þegar Togarinn, kom með Orlik inn fyrir sjóvarnargarðinn í Njarðvík og togvírar slitnuðu. Segja má að það hafi verið Auðunn undir stjórn Karls Óskarssonar sem bjargaði því að ekki fór illa. Var það því skondið að horfa upp á að minnsta skipið, var það sem mestu bjargaði.

Auk þeirra skipa sem komu þarna við sögu áttu starfsmenn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, undir stjórn Þráins Jónssonar framkvæmdastjóra og hafnarstarfsmenn stórt hlutverk í að koma togaranum að lokum í öruggt pláss. En viðkomandi starfsmenn voru fengnir til að gera bryggjuna klára fyrir Orlik.

Mun ég á morgun birta mikla myndasyrpu, auk frásagnar af þessu svo og hvað sé framundan varðandi togarann og hvernig gekk með hann í dokkinni í Hafnarfirði. Myndin sem ég birti núna er smá sýnishorn úr hasar leiksins meðan hæðst stóð.

 

     2923. Togarinn, 2043. Auðunn og Orlik, hafnarstarfsmenn og starfsmenn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, komu mikið við sögu í Njarðvík í dag © mynd Emil Páll, 26. maí 2017