14.05.2017 19:20

Eru 4 eða 5 skip á leið í pottinn?

Samkvæmt fregnum sem heyrst hafa eru fjögur til fimm fiskiskip á leið í pottinn, þar af a.m.k. 3 til Belgíu. Sum þessara skipa hafa legið nokkuð lengi í höfnum, en eitt þeirra er þó enn í útgerð og verður þar til nýkeypt skip leysir það af hólmi í sumar.

Nöfn skipanna sleppi ég að sinni, nema á einu sem ég birti mynd af með þessum greinarstúfi:

 

          Sonar, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 23. apríl 2010