08.05.2017 21:00
Togarinn (dráttarbátur) kemur til Njarðvíkur í morgun
Í morgun kom Togarinn, til Njarðvíkur og eftir að maður sem þeir voru að bíða eftir koma, héldu þeir til Grindavíkur, að sækja Fjölnir GK 657, þ.e. þann eldri og munu koma með hann til Njarðvíkur þar sem hann verður brotinn niður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og var Togarinn kominn til Grindavíkur um kl. 18 í kvöld en á þessari stundu veit ég ekki hvort þeir leggja af stað með bátinn í kvöld eða bíða eftir að það birti í fyrramálið.
Þá stendur til að Togarinn dragi þann rússneska frá Njarðvík til Hafnarfjarðar þar sem hann verður tekinn upp í dokk, til að athuga hvort botninn sé það góður að hægt verði að draga hann úr landi.
Birti ég hér fimm myndir sem ég tók af Togaranum er hann kom til Njarðvíkur í morgun.
![]() |
![]() |
||||||
|
|





