26.04.2017 21:00

Stormur SH 333, kominn á flot í Njarðvíkurhöfn

Í dag tókst Köfunarþjónustu Sigurðar að ná Stormi SH 333 á flot í Njarðvíkurhöfn. Birti ég hér myndir teknar er björgunarmenn voru að vinna við bátinn, eftir að hann var kominn á flot. Búist er við að á morgun verði báturinn dreginn á land þar sem hann verður brotinn niður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


        586. Stormur SH 333, fljótandi við bryggju í Njarðvíkurhöfn í dag

                                    ©  myndir Emil Páll, 26. apríl 2017