21.04.2017 20:21

Orlik K-2061, að fara í pottinn, með viðkomu í Hafnarfirði

Rússneska skipið sem legið hefur í Njarðvíkurhöfn í nokkur ár, er senn á förum. Skipið var dregið frá Hafnarfirði á sínum tíma og stóð til að brjóta það niður í Helguvík, en þar sem asbest var í skipinu fengust ekki leyfi til þess. Síðan hefur skipið legið í Njarðvíkurhöfn og verið þyrnir í augum margra. Í dag hófu starfsmenn frá Skipaþjónustu Íslands að gera það klárt, en draga á það til Hafnarfjarðar og taka það upp í dokk, þar sem farið verður yfir skrokkinn til að laga ef leka væri þar að finna og síðan verður skipið dregið erlendis í pottinn marg umrædda.

 

 

 

 

 

 

 

 

          Orlik K-2061, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 21. apríl 2017