12.04.2017 18:19
Vonin KE 10, að koma til Keflavíkur í dag
Að sögn Sigurðar Stefánssonar, eiganda Köfunarþjónustu Sigurðar, sem á og gerir út Vonina KE 10, hefur verið mikið að gera hjá fyrirtækinu og er báturinn oftast í notkun líka. Í dag var hann að koma úr miklu verkefni í Reykjavík og strax eftir páska verður hann notaður við lagningu skolpleiðslu út fyrir grjótgarðinn í Helguvík og í framhaldi af því verkefni verður Stormi SH náð upp í Njarðvíkurhöfn og komið á land þar sem hann verður brotinn. Hér sjáum við er báturinn kom til heimahafnar í dag.
![]() |
1631. Vonin KE 10, kemur til Keflavíkur í dag © mynd Emil Páll, 12. apríl 2017
Skrifað af Emil Páli

