12.04.2017 16:26

Köfunarþjónusta Sigurðar, mun ná Stormi SH 333 upp úr Njarðvíkurhöfn

Gengið hefur verið frá samningi um að Köfunarþjónusta Sigurðar nái Stormi SH, upp úr Njarðvíkurhöfn og eftir að hann flýtur, verður farið með hann á stað þar sem hann verður brotinn og sagðist Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar vonast til að það verði Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem taki bátinn upp og fargi. Styttist því í það að báturinn hverfi sjónum okkar.


                  586. Stormur SH 333, í Njarðvíkurhöfn í dag

                        © mynd Emil Páll, 12. apríl 2017