07.04.2017 19:00
Stór dagur í Þorlákshöfn í dag - er Mykines kom í fyrsta sinn þangað
Það var stór dagur í Þorlákshöfn er færeyska skipið Mykines kom þangað, en skipið mun halda uppi föstum ferðum milli Rotterdam, Thorshavn í Færeyjum og Þorlákshafnar. Hér er um að ræða stórt skip sem getur því tekið mikla frakt. Við þetta tækifæri tók Þráinn Jónsson þessa myndasyrpu fyrir mig og eins og sést á þeim er hér um mjög stórt skip að ræða, enda mikið útsýni úr því, sem kemur vel fram á myndunum. Sem dæmi um það hversu vel það gnæfir yfir Þorlákshöfn, þrátt fyrir stóra húsið við höfnina er nefnist Kuldaboli, þá má sjá á síðustu myndinni sem tekin er frá heimili Þráins að skipið gnæfir yfir allt.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
|
|















