06.04.2017 21:00

Kópur BA 175, Auðunn, Tjaldanes GK 525 og Bryndís KE 13, á ferð í Njarðvík í dag

Í dag fór Kópur BA 175 úr Njarðvíkurhöfn þar sem hann hefur verið síðan í lok nóvember 2015. Ekki fór hann þó langt, aðeins til Hafnarfjarðar þar sem hann verður tekinn upp í dokk til lagfæringa áður en hann fer á snjókrabbaveiðar út af Noregi. Birti ég syrpu af honum sem hefst á því að hann er losaður af þeim á Auðni, en utan á bátnum voru Tjaldanes og Bryndís. Utan við bryggjuna tók hann smá hring og hét síðan út úr höfninni. Myndirnar eiga að sýna hvað um er að vera.


       1063. Kópur BA 163, 239. Tjaldanes GK 525, 1927. Bryndís KE 13 og 2043. Auðunn, í dag

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


         1063. Kópur BA 175, 2043. Auðunn, 1927. Bryndís KE 13 og 239. Tjaldanes GK 525

                                            © myndir Emil Páll, í dag, 6. apríl 2017