06.04.2017 21:00
Kópur BA 175, Auðunn, Tjaldanes GK 525 og Bryndís KE 13, á ferð í Njarðvík í dag
Í dag fór Kópur BA 175 úr Njarðvíkurhöfn þar sem hann hefur verið síðan í lok nóvember 2015. Ekki fór hann þó langt, aðeins til Hafnarfjarðar þar sem hann verður tekinn upp í dokk til lagfæringa áður en hann fer á snjókrabbaveiðar út af Noregi. Birti ég syrpu af honum sem hefst á því að hann er losaður af þeim á Auðni, en utan á bátnum voru Tjaldanes og Bryndís. Utan við bryggjuna tók hann smá hring og hét síðan út úr höfninni. Myndirnar eiga að sýna hvað um er að vera.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
|
|














