05.04.2017 20:03
Kap VE 41 ex Gullberg VE, selst til Rússlands
Af heimasíðu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum:
04.04.2017
Vinnslustöðin hefur selt Kap VE-41 (áður Gullberg VE) til Vladivostok í Rússlandi. Skipið er í Vestmannaeyjahöfn en áhöfn á vegum nýrra eigenda mun sigla því heim á leið einhvern næstu daga.
Kap verður til að byrja með tekin í slipp í Suður-Kóreu en síðan er meiningin að gera hana út til uppsjávarveiða í Othotskhafinu úti fyrir Kampsjatka. Gert er ráð fyrir hálfs árs samfelldu úthaldi og að landað sé í verksmiðjuskip og í höfnum sömuleiðis.
Skrifað af Emil Páli

