30.03.2017 13:49

Hafrún SH 204, í Rifshöfn, ekki Flatey - er ennþá til

Eins og fram kom í færslunni hér á undan var myndin tekin í Rifshöfn og er nafn stóra bátsins Hafrún SH 204. Báturinn var upphaflega smíðaður í Hollandi 1956 og er ennþá til. Nöfn þau sem hann hefur borið eru Gjafar VE 300, Hafrún GK 90, Hafrún SH 204 núverandi nafn er Hafrún HU 12, frá Skagaströnd. - Sendi ég Sigurði kærar þakkir fyrir þetta.


                                    530. Hafrún SH 204 o.fl. í Rifshöfn