22.03.2017 20:25

Finnbjörn ÍS 68, skrapp aðeins í sólbað í dag

Upp úr hádeginu í dag þurfti að forfæra báta í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, til að hægt væri að koma inn stórum báti sem er að fara í málningu og á morgun er búist við að hann fari að rigna. Til þessa þurfi sem fyrr segir að forfæra bátum og m.a. var Finnbjörn tekin út úr skýlinu í smá tíma og síðan settur inn aftur og gengu málin vel upp.

Sjáum við hér þegar báturinn var kominn út, en fór fljótlega inn aftur - Á síðustu myndunum má sjá hvað báturinn á eftir að breikka að aftan og verður þá jafn breiður allur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


        1636. Finnbjörn ÍS 68, utan við bátaskýlið

hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í stuttan tíma

í dag © myndir Emil Páll, 22. mars 2017