13.03.2017 17:53

Jón Kjartansson kláraði kvóta Eskju

Þegar búið var að landa í gær voru nokkur tonn eftir að kvóta Eskju og var ákveðið að við færum eftir því. Fórum út kl 20:00 í gærkvöld og var farið vestur að Ingólfshöfða en þar fórum við yfir loðnu í fyrradag. Komum þangað í morgunsárið og fundum torfur á svipuðum stað og við höfðum séð deginum áður. Torfurnar voru litlar en gáfu 150-200 tonn í kasti. Fórum að sigla heimleidis kl 16:00 með restina af kvótanum. Væntanlegir heim um kl 02:00 í nótt. Þá er þessari ágætu loðnuvertíð lokið og næst verður þá reynt við kolmunna.

 

                         1525. Jón Kjartansson SU 111