01.03.2017 21:00
Finnbjörn ÍS 68 - 3ji aflahæsti snurvoðabátur landsins á sl. ári, nú í breytingum o.fl. í Njarðvík
Í dag var Finnbjörn ÍS 68, tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur en hann er að fara í breytingar, sem eiga að taka 6 - 7 vikur. Ein breytingin er að þar sem báturinn er mjórri að aftan en framan á að breikka hann að aftan, en það á að gera margt meira, sem sést m.a. á teikningu af bátnum sem birtist hér fyrir neðan, ásamt myndum af eigendum bátsins og bátnum sjálfum.
Eins og ég segi í fyrirsögn hefur báturinn fiskað vel og sem dæmi þar um þá var hann í 3ja hæsta sæti snurvoðabáta yfir landi. Efstur var Ásdís ÍS, þá Steinunn SH, Finnbjörn og Egill.
Já hann er kominn í slippinn, en samkvæmt samkomulagi við Dóra kropp, eða Halldór Magnússon eins og hann heitir, mun ég fylgjast með bátnum og taka af honum myndir meðan sú vinna stendur yfir og birta á síðunni og/eða senda honum þær. Sonur Dóra, er skipstjórinn og hann er kallaður Elli Bjössi, en heitir í raun Björn Elías Halldórsson. Dóra hef ég þekkt í fjölda ára, kynntist honum í gegn um Markús Karl Valsson heitinn, en Dóri hefur í gegn um árin gert upp nokkra báta s.s. Kofra ÍS, Láru Magg ÍS og Finnbjörn ÍS (timburbátinn).
Hér koma myndir sem ég tók í dag svo og teikning af bátnum eins og hann verður þegar breytingum er lokið.
![]() |
||||||||||||
|
|







