27.02.2017 21:00

Fagranes / Tony

Skip þetta var upphaflega smíðað sem djúpbátur í Ísafjarðardjúpi. Svo þegar fenginn var stærri bátur, var þetta selt og fékk fyrst nafnið Fjörunes, en síðan Moby Dick og undir því nafni var það keypt til Keflavíkur þar sem það var gert út í nokkur ár.

Svo gerðist það eftir að reksturinn hafði gengið fremur illa, að það var ásamt farþegabátnum Ísafold selt til Grænhöfðaeyja og fékk Moby Dick þá nafnið Tony. Aldrei fór skipin þó þangað, Ísafold fór til Vestmannaeyja þar sem það fékk núverandi nafni Víkingur. Moby Dick fékk það nafn aftur og var gerð önnur tilraun til að nota það við hvalaskoðun, en það gekk ekki heldur og var það að lokum selt til Danmerkur þar sem það fékk nafnið Gloría.

 

                             46. Fagranes © mynd Snorri Snorrason

 

 

         46. Tony, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 14. sept. 2009