19.02.2017 21:00

Trenta, 190 metra langt flutningaskip hafði viðkomu út af Keflavík

Í fyrrakvöld kom portúgalska skipið Trenta inn Stakksfjörðinn og stoppaði út af Keflavík, þar sem það lá fram eftir morgni í gær, en fór þá út Stakksfjörðinn og suður fyrir land, sennilega á leið til Bandaríkjanna, en upphaflega var það trúlega að koma frá Rússlandi. Hvað það var að gera út af Keflavík, veit ég ekki, en sá þó að lóðsbáturinn fór að skipinu. Stoppaði skipið nálægt hálfum sólarhring.

Hér var á ferðinni portúgalskt flutningskip smíðað árið 2010 og mælist rétt tæplega 190 metra langt og um 32 metra breitt. Birti ég hér fimm myndir er tengjast skipinu. Sú fyrsta er skjáskot af MarineTraffic og sýnir upplýsingar um skipið. Þá er önnur mynd sem sýnir útlit skipsins, þá þriðju tók ég er skipið sigldi út Stakksfjörðinn og var nálægt Helguvík. Síðan eru tvö skjáskot af skipinu við Garðskaga.


             Smá upplýsingar um skipið fengnar af MarineTraffic


            Trenta © mynd dorde 3/o, MarineTraffic, 23. okt. 2011

 

 

           Trenta siglir út Stakksfjörðinn og fer hér framhjá Helguvík © mynd Emil Páll, 18. feb. 2017 kl. 11.15

 

             Trenta á leið til USA © skjáskot af MarineTraffiv, kl. 11.41. 18. feb. 2017

 

Trenta á leið til USA - skjáskot af MarineTraffiv, kl. 11.42. 18. feb. 2017