13.02.2017 16:44
TF Líf náði í veikan skipverja af Dettifossi
Landhelgisgæslan:
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF sótti fyrir nokkrum dögum veikan skipverja af flutningaskipinu Dettifossi. Þyrlan fór í loftið rétt upp úr klukkan tólf og um einum og hálfum klukkutíma síðar var hún komin að skipinu, sem var þá skammt út af Hornafirði. Veður var gott en mikil velta var á skipinu og brúarþakið í þó nokkurri hæð yfir sjávarmáli. Reyndist því nokkuð snúið að halda vélinni yfir og elta brúarþakið. Sigmaður TF-LIF fór um borð og bjó um skipverjann í sjúkrabörum sem voru síðan hífðar um borð í þyrluna. Á bakaleiðinni tók þyrlan eldsneyti í Vestmannaeyjum og lenti hún svo við Landspítalann í Fossvogi klukkan fjögur. Skjáskot af myndskeiði sem áhöfn þyrlunnar TF-LÍF tók.
![]() |
||
|
|


