08.02.2017 20:21

Sæfari SH 339 og Ramóna ÍS 190, upphaflega norskir og síðan seldir saman til Noregs aftur.

Þann 10. júní 2009, komu saman í Njarðvíkurhöfn, bátarnir Sæfari SH 339 og Ramóna ÍS 190. Að kvöldi þessa dags fór báðir bátarnir, sem þá voru komnir í eigu Norðmanns, af stað frá Njarðvík til Bergen í Noregi þar sem gera átti þá út. Báðir voru þeir norskir að uppruna og á meðan þeir voru gerðir út frá Íslandi fóru leikar þannig að um tíma báru þeir báðir skráninguna Brynhildur KE 83, en þó ekki á sama tíma.

1815. Sæfari SH 339, hét fyrst hér á landi Brynhildur KE 83 og síðan Sæfari SH 339. Ekki veit ég neitt um ferilinn í Noregi.

1900. Ramóna ÍS 190, hét fyrst Gullfaxi NK, þá Gullfaxi ÓF, Ellen Sig GK, Brynhildur KE 83 og að svo Brynhildur SH. Eftir söluna fann ég bátinn í Noregi undir skráningunni Buagutt M-61-F, en finn hann ekki nú.


       1815. Sæfari SH 338, utan á 1900. Ramónu, í Njarðvíkurhöfn


                               1900. Ramóna, í Njarðvíkurhöfn


                        Sæfari og Ramóna hlið við hlið í Njarðvíkurhöfn

 

                1900. Ramóna og 1815. Sæfari SH 339, í Njarðvíkurhöfn

                             © myndir Emil Páll, 10. júní 2009