09.01.2017 21:00
Wilson Muuga ex Selnes, á strandstað neðan við Hvalsneskirkju fyrir 10 árum - löng syrpa
Fyrir 10 árum, þ.e. í des. 2006 strandaði flutningaskipið Wilson Muuga, neðan við Hvalsneskirkju á Suðurnesjum. Strax hófst mikil björgunaraðgerð, en margir töldu vonlaust að bjarga skipinu því það hafði siglt á land í gegnum skerjagarð. Það tókst þó og meira segja var það dregið út eftir mikinn undirbúining, ótrúlega lítið skemmt.
Gunnlaugur Hólm, sem tók þátt í björgun skipsins tók mikla myndasyrpu sem ég mun nú sýna á tveimur kvöldum og svo skemmtilega vill til að á síðustu myndinni sem sýnd verður sést er verið er að draga skipið út fyrir skerjagarðinn.
Skipið tengdist Íslandi, því nafnið sem það bar á undan þessu var Selnes.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|

























