04.01.2017 16:17

Bolli KE 400, fer ekki til Noregs, en trúlega til Akraness

Í maí á síðasta ári birti ég myndir og frásagnir varðandi bátinn Bolla KE 400, sem selja átti til Noregs, en til að komast þangað inn þurfti að stytta hann um örfáa sentimetra. Var báturinn fluttir til Sólplasts þar sem fulltrúi væntanlegs kaupanda hóf að stytta hann, svo og að mála. Fljótlega kom þó stopp á verkið og síðan bárust þær fréttir að ekkert yrði að sölunni til Noregs, en áfram stóð báturinn á athafnarsvæði Sólplasts.

Samkvæmt því sem ég hef nú hlerað, er búið að selja hann til Akraness og verður hann fluttur þangað fljótlega.


       6996. Bolli KE 400, á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 4. jan. 2017