03.01.2017 21:00
Karina E GR-8-8 ex Ísl. sjósettur í dag eftir lengingu hjá Skipasmiðastöð Njarðvíkur
Eins og oft áður hefur verið sagt frá á þessari síðu var Skipasmíðastöð Njarðvíkur að ljúka við að lengja einn hinna svonefndu Kínabáta sem fluttir voru hingað til lands með flutningaskipi og kom skipið til Hafnarfjarðar. Bátarnir voru 9 talsins og hver um 100 tonn að stærð.
Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur með þessum lengt 5 þessara báta og kom þessi frá Grænlandi, en upphaflega hét hann Ólafur GK 33 frá Grindavík en var aldrei gerður út hérlendis heldur seldur erlendis. Það var líka einn til viðbótar, en sá fór til Noregs og var einnig ónotaður hérlendis. Þá hefur einn verið seldur til Englands eftir einhverja notkun hérlendis. Tveir bátar úr hópnum sem ekki hafa verið lengdir í Njarðvík, eru gerðir út frá Snæfellsnes.
Sá Grænlenski var sjósettur í Njarðvík í dag og birti ég nú myndasyrpu frá því og þar sést einnig er Auðunn dregur hann að bryggju.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|




















