23.12.2016 11:12
Polarstar ex Kaspryba 1 á leið til Akraness
Eins og margir muna þá voru tvö eins skip í þó nokkurn tíma í Reykjavíkurhöfn, fyrst í gömlu höfninni og síðan inn við Skarfabakka, en skip þessi voru í eigu aðila á Suðurnesjum. Bæði fóru skipin að lokum og það síðarar fór upp á Akraness og þaðan til Noregs, þar sem það heitir nú Polarstar og er frá Tromsø, í Noregi. Nú þegar þetta er skrifað er skipið nýfarið fram hjá Vestmannaeyjum með stefnu upp á Akranes.
Hér koma myndir, bæði af báðum skipunum svo og af öðru þeirra og að lokum að því í Noregi undir norska nafninu.
![]() |
||||||||||
|
Kaspryba 1 og 3, við Skarfabakka í Reykjavík © mynd Bogdan Kocemba, MarineTraffic, 12. júní 2006
|



