10.12.2016 20:21

Freydís ÓF 76, sem verður Lukka GK 72, komin til Sólplasts

Í október tók ég mynd af Fanndís, þar sem hún stóð við hús í Sandgerði og hafi grun um að húsráðandinn þar væri búinn að kaupa bátinn, sem nú er komið í ljós og meira en það því hann var í gærkvöldi tekinn inn hjá Sólplasti, þar sem stýrishúsinu verður breytt, báturinn lengdur og eitthvað meira að sögn eiganda bátsins. Að hans sögn og eins samkvæmt Samgöngstofu hefur báturinn nú verið skráður sem Lukka GK 72, með heimahöfn í Sandgerði.

Hér koma þrjár myndir af bátnum sem ég hef tekið og var sú fyrsta tekinn framan við hús eigandans, 23. október sl., en hinar í hádeginu í dag inni í húsi hjá Sólplasti, í Sandgerði.

 

           6470. Fanndís ÓF 59, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 23. okt. 2016

 

           6470. Fanndís ÓF 59, sem nú verður Lukka GK 72 inni hjá Sólplasti  í Sandgerði

í hádeginu í dag © mynd Emil Páll, í dag 10. des. 2016

 

           6470. Fanndís ÓF 59, sem nú verður Lukka GK 72 inni hjá Sólplasti  í Sandgerði

í hádeginu í dag © mynd Emil Páll, í dag 10. des. 2016