07.12.2016 17:58

Tómas Þorvaldsson GK 10, með Hrafn GK 111 í drætti út af Norðurlandi

Í dag fékk línubáturinn Hrafn GK 111 frá Þorbirni í Grindavík, línuna í skrúfuna er hann var á veiðum úr af Grímsey. Fenginn var annar línubátur frá sömu útgerð þ.e. Tómas Þorvaldsson GK 10 til að sækja bátinn og draga til lands, hér sjáum við afstöðu Tómasar Þorvaldssonar við Grímsey, nú fyrir stuttu.

            1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 © skjáskot af MarineTraffic, núna áðan

Samkvæmt Morgunblaðinu áttu skipin að vera komin til Siglufjarðar um hádegi, en samkvæmt MarineTraffic, núna áðan voru þau enn á leiðinni eins og sést á myndinni hér að ofan.