29.11.2016 21:00
Flott mynd af Keili SI 145, í öldudal
Fyrir nokkrum dögum rakst ég á mynd af Keili SI 145 í öldudal. Mynd sem ég hafði ekki séð áður, en nú er komið í ljós að hafði birtst á síðunni Báta- og bryggjubrölt, án þess að ég sæi hana, enda fer ég yfirleitt mjög lítið inn á aðrar skipasíður, en ég er í sambandi við. - þegar ég rakst á þessa mynd stóð að hún væri á danskri skipasíðu og tekin af dönskum manni og þannig birti ég hana í gær.
Síðan gerist það í gærkvöldi að síðan sem ég nefndi hér áðan birti myndina ásamt annarri sem var afrit af þeirri sem ég birti og smávægilegt skot út í birtinguna mína, þar sem ég nefndi þá ekki, heldur danann, enda vissi ég ekki annað.
Birti ég því nú aftur myndina sem ég birti í gær og ofan við hana sést textinn sem fylgdi henni og ég birti neðan við hana. Þá birti ég einnig mynd frá umræddri síðu um atvikið.
![]() |
||
|
|


