13.11.2016 21:00

A 56976 ex 1262. Vilborg ST 100, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Eins og ég hef sagt frá áður, er bátur sá sem á stýrishúsinu stendur Vilborg, Djúpavík, ekki lengur með íslenska skráninganúmerið 1262, heldur að því er virðist vera A 56976. Birti ég hér þrjár myndir sem ég tók af bátnum í gær, en hefur því miður ekki fregnir af því í hvaða landi hann er skráður.

 

 

 

 


           A56976, ex 1262. Vilborg ST 100, frá Djúpavík, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur

                          © myndir Emil Páll, í gær, 12. nóv. 2016