12.11.2016 12:13
Lagarfoss kom til Helguvíkur á þriðjudag- Eimskip verður með reglulegar ferðir um Helguvík
S.l. þriðjudagskvöld kom Lagarfoss í sína fyrstu ferð til Helguvíkur. Flutningurinn voru vörugámar fyrir afurðir úr kísilverksmiðju United Silicon. Ferð skipsins markaði tímamót hjá höfninni, því nú hefur Eimskip reglulegar siglingar um höfnina.
Að sögn Víkurfrétta er Eimskip með samning við United Silicon um allan útflutning frá verksmiðjunni í Helguvík, ásamt allri affemingu innflutnings. Til að takast á við verkefnið verður nýr 100 tonna krani staðsettur í Helguvík frá því snemma á næsta ári.
![]() |
Lagarfoss, í Cuxhaven © mynd Christian Schmarje, MarineTraffic 6. apríl 2015
Skrifað af Emil Páli

