26.10.2016 16:17
Sævík GK 457, senn á förum til Póllands í breytingar og endurbætur
Eins og margir vita hefur það staðið fyrir í mörg ár að Sævík GK 457, myndi fara í breytingar og gert að öflugu fiskiskipi. Af ýmsum ástæðum hefur ekkert orðið úr því þar til nú. Mun skipið renna niður frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur jafnvel annað hvort í dag eða á morgun og geymast við bryggju í Njarðvík í einhverja daga, eða þar til að öflugur dráttarbátur kemur til að draga bátinn yfir hafið.
![]() |
1416. Sævík GK 457, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær © mynd Emil Páll, 25. okt. 2016 |
Skrifað af Emil Páli

