24.10.2016 21:00
Kópur BA 175 eða GK 39 - í bíóleik eða....
Skip þetta var keypt suður með sjá fyrir þó nokkru og sagt í eigu Nesfisks í Sandgerði, en hefur síðan legið í Njarðvíkurhöfn. Nú um helgina varð hreyfing um borð og þó nokkuð af ungu fólki var þar á ferð og komu getgátur um að það hafi verið að taka þátt í kvikmyndatöku, en um sannleikgildi þess veit ég ekki.
Skipið er nú skráð GK 39 og í eigu Fiskverkunnarinnar Ásberg í Sandgerði sem er í raun dótturfyrirtæki Nesfisks, eða tengt þeirri útgerð, eða alla vega eru fyrirtækin bæði mjög tengd.
Hér fyrir neðan birtast þrjár myndir, eina tók ég í Grindavík 27. júlí 2013. Þá er mynd sem ég tók í Njarðvíkurhöfn í morgun og að lokum er skjáskot af vef Fiskistofu frá því í morgun:
![]() |
1063. Kópur BA 175, í Grindavík © mynd Emil Páll, 27. júlí 2013 - nú skráð Kópur GK 39, í eigu Fiskverkunnarinnar Ásberg, í Sandgerði
![]() |
1063. Kópur BA 175 eða GK 39, í Njarðvíkurhöfn, í dag © mynd Emil Páll, 24. okt. 2016
![]() |
1063. Kópur GK 39 © skjáskot af vef Fiskistofu í morgun



