19.10.2016 19:20

Kári SH 78, hjá Sólplasti: Lenging, ný vél, nýir tankar o.fl.

Kraftur er kominn í Kára SH 78, sem tók niðri í sumar við Stykkishólm og var fluttur til Sólplasts í Sandgerði. Ný vél er kominn til Sólplasts og nýir tankar verða smíðaðir, auk þess sem báturinn verður lengdur um rúman 1 metra.  Hér birti ég þrjár myndir sem ég tók af bátnum í gær og sést þar að búið er að taka vélina og tankana upp úr bátnum og taka hann í sundur fyrir lenginguna.

 

 

 

 

 

    2589. Kári SH 78, lengdur um rúman meter, ný vél og nýir tankar, hjá Sólplasti, Sandgerði © myndir Emil Páll, 18. okt. 2016