01.10.2016 12:13

Gunnar Hámundarson GK 357, seldur norður og fer eftir um viku

Ef ekkert óvænt gerist upp mun Gunnar Hámundarson GK 357 yfirgefa Keflavikurhöfn um eða strax upp úr næstu helgi (þ.e. eftir viku). Eins og ég taldi líklegt hér á dögunum, er það núna ljóst að báturinn fær nýja heimahöfn í Eyjafirði.

Bátur þessi hefur smíðanúmer 1, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, árið 1954 og hefur alltaf borið þetta nafn og verið í eigu sömu ættar.

 

          500. Gunnar Hámundarson GK 357,  að koma inn til Keflavíkur úr róðri © mynd Emil Páll, 10. sept. 2014