01.10.2016 09:10

Fannar og Benni ráða sig á Hrafn Sveinbjarnarson GK

 
 

Hraðfréttadrengirnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson hafa ráðið sig sem háseta á frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 sem Þorbjörn í Grindavík gerir út. Sjónvarpsþáttur verður gerður um ævintýrið en þeir róa í mánuð. Þetta kemur fram í Fréttatímanum. 

Fannar segir í samtali við Fréttatímann að þátturinn verði skrautlegur. „Við erum búnir að hitta áhöfnina og þeir voru svona flestir til í þetta,“ segir hann.

„Við verðum ekki lengur Fannar og Benni í Hraðfréttum. Við verðum bara við sjálfir og kynnumst okkur sjálfum í þessu nýja ljósi,“ segir Fannar en þeir fara á sjó 25. október næstkomandi og róa í mánuð. Afraksturinn kemur landsmönnum fyrir sjónir á RÚV á nýju ári.

Fannar fór einn túr á sjó þegar hann var tvítugur og segir að það fari iðulega í taugarnar á Benna þegar hann rifjar upp þá tíma. Benni hafi í fyrstu ekki tekið vel í hugmyndir um að þeir færu á sjó en svo hafi hann látið til leiðast. Þeim gekk reyndar bölvanlega að verða sér úti um pláss á bát og það var ekki fyrr en framleiðslufyrirtækið Skot gekk í málið að skriður komst á. Þetta kemur fram í fréttatímanum