28.09.2016 14:50

Um 6 þúsund tonn af makríl, komin til Keflavíkur af litlu bátunum

Um miðja síðustu viku, þegar mikla törnin í veiðum á makríl fór í eðlilegt horf, höfðu borist að landi í Keflavík 5.500 tonn. Telja þeir sem best þekkja að aflinn síðan hafi verið í eðlilegu formi. Síðan hefur makríl verið landað í Keflavík, þó bræla hafi dregið eitthvað úr. Hér birti ég þrjár myndir sem ég tók núna áðan utan við Keflavíkurhöfn.

 

 

 

      Tvær efri myndirnar sýna fjölda báta við enda hafnargarðsins í Keflavík

og á þeirri neðri sést 1516. Fjóla GK 121, á veiðum við Vatnsnesið í Keflavík

                            © myndir Emil Páll, í dag, 28. sept. 2016