27.09.2016 21:00

Ölver, Reynir og Pétur mikli í gær

Hér birtist 16 mynda syrpa sem hefst á því er dráttarbáturinn Ölver úr Þorlákshöfn kemur inn Stakksfjörðinn með dýpkunnarprammann Reyni í togi. Raunar sýna myndirnar hann fara með hann að slippbryggjunni í Njarðvík svo og þegar hann er kominn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Þá eru myndir af því þegar Ölver fer fá Reyni og að bryggju í Njarðvíkurhöfn. En þar sem Pétur mikli var kominn á undan þeim og lagðist utan á hafnargarðinn, náðist ekki mynd af honum nema ein, tekin yfir bryggjuna.

Ef ég hef tekið rétt eftir verður Pétur mikli einnig tekinn upp í slippinn og næ þá vonandi af honum myndum. En eins og fram kom fyrr í kvöld fór Ölver fljótlega til heimahafnar í Þorlákshöfn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

..       2487. Ölver, 2022. Reynir, 7487. Pétur mikli, Skipasmiðastöð Njarðvíkur

                       og Stakksfjörður © myndir Emil Páll, 26. sept. 2016