27.09.2016 20:02
Ölver á leið út Stakksfjörðinn á leið til heimahafnar í Þorlákshöfn, í gærdag
Eins og ég sagði frá í morgun munu birtast myndir úr ferð Ölvers, Reynis og Péturs mikla, í gær en þeir komu inn Stakksfjörðinn á leið sinni frá Þorlákshöfn til Njarðvíkur. Munu þeir tveir fyrst nefndu koma mikið við sögu í lokasyrpu kvöldsins, en aðeins ein mynd af þeim síðast nefnda.
Hér koma þrjá myndir af Ölver er hann fer aftur heim eftir hádegi í gær. Aðal vandkvæðin voru að ég var ekki með myndavélina hjá mér þegar hann fór og því tók ég myndirnar þrjá á símann minn. Þannig verður það ekki þegar aðalsyrpan birtist. Sökum þess að ég varð að notast við símann sést Ölver frekar illa, en við verðum að hafa það.
![]() |
||||
|
|



