23.09.2016 11:12

Gunnar Hámundarson GK 357, seldur ?

Þær fregnir berast nú að búið sé að selja hinn glæslega trébát Gunnar Hámundarson GK 357, út á land. Að vísu hef ég hvergi fengið það staðfest, en margt bendir til að það sé rétt og eins hvert báturinn sé að fara. Gunnar Hámundarson hefur smíðanúmer 1 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og lauk smíði hans 1954 og hefur hann alltaf verið með sama nafnið, enda í eigu sömu útgerðar.

 

       500. Gunnar Hámundarson GK 357 og 1829. Máni ÁR 70, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 21. sept. 2016