22.09.2016 18:40
Tjúlla KE 18 seld til Noregs
Í gær var tekin út úr húsi í Keflavík báturinn Tjúlla KE 18, sem verið hefur inni í nokkur misseri og nú er búið að selja til Noregs. Jón & Margeir sá um að flytja bátinn niður að smábátahöfninni í Grófinni og sjósetja, en báturinn mun fara í skip 13. okt. nk. og með því til Noregs.
Síðar í kvöld birti ég myndasyrpu sem ég tók í gærkvöldi er báturinn var fluttur niður að sjó.
Hér er hinsvegar mynd þegar kaupandi og seljandi tókust í hendur vegna sölunnar á bátnum
![]() |
|
Jóhann Magni Jóhannsson (t.v.) seljandi bátsins og Gísli Þór Þórarinsson, kaupandi, um borð í bátnum í Grófinni í gærkvöldi © mynd Emil Páll, 21. sept. 2016 |
- ath. síðar í kvöld kemur syrpa af bátnum er hann var fluttur til sjávar í gærkvöldi -

