20.09.2016 05:54
Magnús HF 20, á leið í pottinn, í Grennå, Danmörku
Í hádeginu í gær fór báturinn frá Hafnarfirði og er nú kominn vel austur með landinu og er með stefnu á Grenå í Danmörku og áætlar að verða kominn þangað að kvöldi 24. sept. nk. og þar með í pottinn.
Bátur þessi var sá síðasti í hópi systurskipa sem komu hingað til lands frá Þýskalandi og hét fyrst Magnús Ólafsson GK, síðan bar hann nöfn eins og Gjafar VE, Oddgeir, Magnús Geir KE o.fl.
![]() |
1039. Magnús HF 20, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 14. apríl 2015 - fór i gær 19. sept. 2016 frá Hafnarfirði, með stefnu á Grennå í Danmörku og áætlar að verða kominn þangað þann 24. Þegar báturinn fór frá Njarðvík tók hann niðri þar og fór ekkert á veiðar eftir það, en lá við bryggju í Hafnarfirði |