20.09.2016 05:54

Magnús HF 20, á leið í pottinn, í Grennå, Danmörku

Í hádeginu í gær fór báturinn frá Hafnarfirði og er nú kominn vel austur með landinu og er með stefnu á Grenå í Danmörku og áætlar að verða kominn þangað að kvöldi 24. sept. nk. og þar með í pottinn.

Bátur þessi var sá síðasti í hópi systurskipa sem komu hingað til lands frá Þýskalandi og hét fyrst Magnús Ólafsson GK, síðan bar hann nöfn eins og Gjafar VE, Oddgeir, Magnús Geir KE o.fl.

 

1039. Magnús HF 20, í Njarðvíkurhöfn ©  mynd Emil Páll, 14. apríl 2015 - fór i gær 19. sept. 2016 frá Hafnarfirði, með stefnu á Grennå í Danmörku og áætlar að verða kominn þangað þann 24. Þegar báturinn fór frá Njarðvík tók hann niðri þar og fór ekkert á veiðar eftir það, en lá við bryggju í Hafnarfirði