15.09.2016 12:13

Borgar Sig AK 66, með Píratafána, í Njarðvíkurhöfn, í gær

Af og til sjást bátar með pólitíska fána eða pólitísk merki. Í dag mun ég birta myndir af þremum makrílbátum sem flagga Píratafánanum. Þetta er þó ekkert einsdæmi, því í mörg ár var til bátur á Suðurnesjum sem flaggaði merki Sjálfstæðisflokksins á stefninu.

 

           2545. Borgar Sig AK 66, með Píratafána, í

Njarðvíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 14. sept. 2016