12.09.2016 21:00

,,Dúddi" á Cameldýrinu, þ.e. Jóhannes Jóhannesson, Björg Guðlaugsdóttir og Dagur Ævarr

Margar skemmtilegar tilviljanir tengjast útgerð makrílbáts sem gerður er út frá Snæfellsnesi en hefur undanfarnar vikur landað makríl aðallega í Keflavík. Báturinn er í eigu einkahlutafélagsins Ingibjargar og ber nafnið Ingibjörg SH 174. Skipstjóri bátsins er almennt kallaður Dúddi á Cameldýrinu, en heitir Jóhannes Jóhannesson og tengingin við Cameldýrið er sú að skorsteinsmerkið er eins og sést á einn myndinni hér fyrir neðan er Cameldýr, sem er sú tóbakstegund sem hann reykir.

Útgerð þessi er í eigu þeirra hjóna sem standa á bak við Ingibjörgu ehf., þ.e. auk Dúdda er það kona hans sem heitir Björg Guðlaugsdóttir er hún á bryggjunni þegar landað er og tekur á móti fiskikörunum. Á krananum og með Dúdda á veiðum er barnabarn þeirra Dagur Ævarr.

Auk Ingibjargar SH keyptu þau fyrr á árinu minni bát, sem áður hét Ebba KE 28, en heitir nú Guðlaugur SH 62.

Þær skemmtilegu tilviljanir sem ég minntist á í upphafi er að Ingibjargar-nafnið er nafn móður Bjargar og þar með tengdamóður Dúdda og Guðlaugs-nafnið er nafn föðurs Bjargar og þar með tengdaföðurs Dúdda.

Svona í lokin má segja að þau hafa nú borið um 200 tonn að landi og úthaldið á lokametrunum eins og hjá mörgum öðrum makrílbátum, þó enn séu mikið af stórum og feitum makríl í sjónum í kring um Keflavík. Þó er vitað að þegar sjávarhitinn fer neðanlega hverfur makríllinn og því óvíst hversu lengi hann verður þarna ennþá.

Hér koma fjórar myndir sem ég tók í gær þegar báturinn var kominn undir löndunarkranann í Keflavík og undir myndunum er myndatexti:


          2615. Ingibjörg SH 174 með fullt dekkið af makríl. Cameldýrið á sínum

                         stað og Dúddi með eina Camel-rettu í munnvikunum


                 Björg Guðlaugsdóttir tekur á móti fullu kari af makríl

©

 

                                 Dagur Ævarr, á löndunarkrananum

 

             Dúddi, eða Jóhannes Jóhannesson eins og hann heitir fullu nafni

                                                  búinn að húkka á eitt karið.

           Í Keflavíkurhöfn, í gær © myndir Emil Páll, 11. sept. 2016