11.09.2016 20:30
Makrílveiðarnar: Hjón og barnabarn fylgja bátnum
Sennilega er makrílvertíð sú sem nú stendur yfir, sú lengsta sem verið hefur hjá litlu bátunum og landa einna mest í Keflavík, einnig er landað í Sandgerði og höfnum á Snæfellsnesi. Margir bátanna eru búnir með kvótann sinn, hafa að auki átt eitthvað óveitt frá síðasta ári og síðan mega þeir veiða 10% af áætluðum kvóta næsta árs.
Af þessari ástæðu taka margir þeirra það rólega, taka sér helgarfrí og fara jafnvel aðeins í eina veiðiferðina þann daginn. Enda koma sumir bátanna langt að, sennilega sá sem kemur lengst að er frá Raufarhöfn.
Í spjalli við skipverja á sumum bátanna sem lönduðu í dag í Keflavík, kom margt skemmtilegt við sögu. T.d. mun ég annað kvöld birta myndræna frásögn frá einum þeirra báta sem koma annarsstaðar frá en frá Suðurnesjum. Þar um borð er auk skipstjóra og eiganda bátsins barnabarn hans og þegar hann kemur að landi kemur eiginkona útgerðarmannsins og hjálpar við löndunina. Allt um þetta á morgun.
![]() |
|
© skjáskot af MarineTraffic, kl. 20.04 í kvöld 11. sept. 2016 - munið frásögnina af hjónunum og barnabarninu í tengslum við einn makrílbátanna.-
|

