06.09.2016 17:18
Tómur slippurinn í Reykjavík í gær
Þessar tvær myndir sýna nokkuð ávanalegar aðstæður, en þar má sjá að slippurinn í Reykjavík var í gær tómur. Að vísu sést á neðri myndinni, Vonin KE 10 sem er kafarabátur Köfunarþjónustu Sigurðar sem er að vinna við brautina að öðrum sleðanum og beint fyrir ofan hann sést er vel er skoðað í björgunarbátinn Gísla J. Johnsen sem loksins er verið að mála.
Þá held ég að í þessum orðum eigi Áskell EA 749 að vera á leiðinni upp í slippinn, þannig að hann verður ekki lengi tómur.
![]() |
||
|
|


