02.09.2016 21:00

Skvetta, Skrúður og Þorgrímur Ómar Tavsen og hvað eiga þau sameiginlegt.

Hér fyrir neðan birtast þrjár myndir sem ég tók í dag í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og sýnir trébátinn Skvettu SK 7 og farþegabátinn Skrúð. Ekki er víst að allir viti að þessir tveir bátar tengjast í gegn um vin minn og ljósmyndara síðunnar, Þorgrím Ómar Tavsen.

Tengingin er sú að hann er eigandi Skvettu og hefur verið í allmörg ár.  Fyrir allmörgum árum keypti hann farþegabátinn Hafrúnu frá Stykkishólmi og gaf henni nafnið Straumey og gerði hana út sem eigandi, skipstjóri og leiðsögumaður varðandi ferðir m.a. um Skagafjörðinn svo og út í Málmey og Drangey. Síðan var báturinn seldur til Neskaupstaðar og varð þar Skrúður og er nú kominn til Eldingar í Reykjavík.

 

 

 

 

 

        1428. Skvetta SK 7 og 1919. Skrúður, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í

                           morgun © myndir Emil Páll, 2. sept. 2016