01.09.2016 21:39
Dauðan makríl rekur á land á Rifi
Skessuhorn í dag:

Dauðan makríl rekur á land í höfninni
Síðdegis í dag fór að bera á makríldauða í höfninni í Rifi á Snæfellsnesi. Undanfarna daga hefur talsvert af makríl verið þar en menn hafa ekki orðið varir við neitt óvenjulegt fyrr en nú. Velta menn því fyrir sér hvort súrefnisskortur eða annað sé að orsaka þetta, en margir eru að fylgjast með, samkvæmt Þresti Albertssyni sem sendi Skessuhorni meðfylgjandi mynd.
Skrifað af Emil Páli
