01.09.2016 19:20
Bjartur NK kominn til Reykjavíkur og verður á mánudag afhentur írönskum kaupanda
Ísfisktogarinn Bjartur NK kom úr sinni síðustu veiðiferð hér við land sl. sunnudag. Afli skipsins var 101 tonn og var þorskur uppistaðan. Að kvöldi 30. ágúst sigldi Bjartur síðan út Norðfjörð í hinsta sinn. Hann hefur verið í eigu Síldarvinnslunnar í liðlega fjörutíu og þrjú ár en verður afhentur írönskum kaupanda í Reykjavík nk. mánudag.
Hér kemur myndasyrpa sem Bjarni Guðmundsson á Norðfirði tók þegar togarinn kom úr síðustu veiðiferðinni.
![]() |
||||||||||
|
|






