29.08.2016 19:20
Glæsilegur bátur, eftir breytingar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Í morgun var tekinn út úr bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur einn hinna svokölluðu Kínabáta, sem komu hingað til lands með flutningaskipi fyrir allmörgum árum. Alls komu 9 systurskip og eru 6 þeirra enn hérlendis. Tvö systurskipin voru seld strax úr landi, en höfðu áður hlotið íslensk nöfn, en aldrei gerð út hérlendis, þriðja systurskipið sem fór erlendis var selt þangað eftir nokkra ára dvöl hérlendis. Fjórir bátanna hafa varið í meðhöndlun hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og er allir mjög glæsilegir eftir þá meðferð. Tveir bátanna eru gerðir út í dag frá Snæfellsnesi og hafa ekki hlotið meðhöndlun hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, þó einhverjar breytingar hafi orðið á þeim.
Bátur sá sem nú kom út hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, hét Kristbjörg þegar hann kom í breytinguna og á bátnum stóð SH 112, en í skipaskrám stóð HF 212. Enn eru eftir einhver frágangur, s.s. að mála nafn og númer á bátnum, hvað sem það verður.
![]() |
2468. Nafnlaus í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2016 |

