21.08.2016 17:18

Keflavík: 2364 tonn af makríl landað - Vinnslur og löndunaraðilar ákváðu því frí um helgina

Algjör landburður hefur verið á makríl til Keflavíkurhafnar það sem af er vertíðinni, en alls hafa borist 2364,9 tonn það sem af er og mest í þessum mánuði, því í júlí bárust aðeins 92,39 tonn af 5 bátum. Hér er eingöngu um að ræða afla af litlu bátunum.

Aflahrotan hefur valdið því að starfsmenn nokkra mótttökustaða svo og löndunarmenn í Keflavík tóku sér helgarfrí þ.e. í gær og í dag. Enda ekki að furða, þar sem löndun hefur oft staðið yfir frá kl. 8 að morgni til 3-4 að nóttu, flesta dagana.

Fylgdu fjölmargir bátar með og stoppuðu á meðan, en einhverjir rétu þó áfram og lönduðu ýmist í Sandgerði eða Hafnarfirði. 


       1873. Hreggi AK 85. að landa makríl í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 21. ágúst 2016