18.08.2016 20:21

Njarðvík: Ein fárra slippa þar sem rigning, snjókoma eða rok hefur ekki áhrif á viðgerðir

Þeir eru ekki margir slipparnir, sem geta eins og Skipasmíðastöð Njarðvíkur, státað af því að veðrið þarf ekki að stöðva viðgerðir skipa. Sem dæmi þá birti ég hér fimm mynda syrpu sem ég tók sl. þriðjudag er verið var að mála Steinunni SH 167, innan dyra en utandyra voru rigningaskúrir. Í dag er því búið að mála skipið þrátt fyrir að rigningaskúrir hafi verið af og til alla daganna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


        Hér sést að verið er að mála 1134. Steinunni SH 167, í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur sl. þriðjudag. © myndir Emil Páll, 16. ágúst 2016