14.08.2016 10:11
Hamar SH 224 - og sagan í stuttu máli
![]() |
542. Hamar SH 224 © mynd Sigurður Eggertsson |
Smíðaður hjá A/S Rawn Byberg í Esbjerg, Danmörku 1956, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Lagt í Sandgerðishöfn, eftir að vélin hrundi í okt. 1996 og átti að vera skráður sem skemmtibátur frá 1998 og breytast í þá veru. Af því varð þó aldrei, heldur lá báturinn áfram í höfninni og sökk þar nánast 28. mars 2004, en Slökkvilið Sandgerðis dældi úr honum. Um mánaðarmótin apríl/maí 2006 var báturinn talinn ónýtur og settur á land í uppfyllingunni fyrir ofan Suðurgarðinn.
Nöfn: Hamar GK 32, Hamar SH 224, Hólmsteinn ÁR 27, Óli KE 16 og Mummi KE 30
Skrifað af Emil Páli

