06.08.2016 19:03
Brúðkaup við bát í Keflavíkurhöfn
Núna síðdegis í dag hópaðist prúðbúið fólk að Gunnar Hámundarsyni GK 357, þar sem hann liggur fánum prýddur við bryggju í Keflavíkurhöfn. Mannsöfnuðurinn voru gestir vegna brúðkaups, Halldórs Kr. Þorvaldsson og Kolbrúnar Valdimarsdóttur, en Halldór er skipstjóri bátsins og fór giftingin fram þarna.
Meðal gesta þarna sjást Valdimar Guðmundsson söngvari og sr. Hjörtur Magni.
![]() |
|
við Gunnar Hámundarson GK 357, í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 6. ágúst 2016 |
Skrifað af Emil Páli

